HALDIN VERÐA TVÖ NÁMSKEIÐ VEGNA MIKILLAR ÞÁTTTÖKU 
FYRRA NÁMSKEIÐ - UPPSELT 
Kennslutímabil: 
21.– 25. júní (Þriggja daga námskeið)  

AUKA NÁMSKEIÐ - OPIÐ FYRIR SKRÁNINGU
Kennslutímabil: 28 júní til 2. júlí (Þriggja daga námskeið)  

Námskeiðið fjallar um skapandi hugleiðslu sem heildræna kennsluaðferð. Í skapandi hugleiðslu felst að nemendur eru leiddir í hugleiðsluferðalag sem þeir svo vinna úr á skapandi hátt þegar komið er til baka. Unnið er út frá skapandi hugleiðsluhandbók sem er hugsuð sem kennslutæki og hugmyndabrunnur fyrir alla kennara, en ekki síst sjónlistakennara, til að leiða nemendur í hugleiðsluferðalag og í framhaldi að styðja nemendur í að framkalla upplifunina í listsköpun í samtali við sína innri visku, reynslu og minningar í flæði ímyndunaraflsins. Hugleiðsluferðalag getur nýst til að skapa ný sjónarhorn á námsefni og í handbókinni eru hugmyndir að slíkum nálgunum sem svo má færa yfir á önnur viðfangsefni. Skapandi hugleiðsla er kennsluaðferð sem höfðar til nemenda á heildrænan hátt, eflir sköpunarkraft þeirra og sjálfsþekkingu. Ekki er stefnt að sérstakri afurð eða árangri í listsköpuninni, en skapaðar aðstæður þannig að nemandinn fái tækifæri til skapandi flæðis í framhaldi af upplifun sinni í hugleiðsluferðalaginu. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur aðferðinni, hvernig hún fer fram í kennslustund og hvernig hún nærir kennarann um leið.    

Hæfniviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að: 

  • hafa kynnst skapandi hugleiðslum, hvernig þær nýtast í skólastarfi, 
  • hafa öðlast færni í að leiða sína eigin nemendur í hugleiðsluferðalag og leiðbeina í listsköpun á eftir,
  • hafa lært öndunar- og slökunaræfingar, að gefa eftir og fylgja eftir leiðsögn, tjá og eiga samtal við upplifun sína í listsköpun, 
  • hafa lært að ræða við aðra þátttakendur um upplifun sína. 

Kennari: Ásta S. Ólafsdóttir  
Deild: Listkennsludeild 

FYRRA NÁMSKEIÐIÐ - UPPSELT 
Kennslutímabil: 
21.– 25. júní (Þriggja daga námskeið)  
Kennsludagar: Mánudagur, miðvikudagur og föstudagur
Kennslutími: 9:00-12:00 

AUKA NÁMSKEIÐ - OPIÐ FYRIR SKRÁNINGU
Kennslutímabil: 28 júní til 2. júlí (Þriggja daga námskeið)  
Kennsludagar: Mánudagur, miðvikudagur og föstudagur
Kennslutími: 9:00-12:00 

Kennslutungumál: íslenska 
Staðsetning: Þverholt 11
Kennslustig: Bakkalár 
Forkröfur: Stúdentspróf 
Einingar: 1 ECTS, einnig er hægt að taka námskeiðið án eininga 
Námsmat: Stuttri greinargerð er skilað í lok námskeiðs, einngi er mæting, virkni, þátttaka metin 
Fyrirkomulag kennslu: Fyrirlestrar og verkleg kennsla, þátttakendur koma með sína eigin jógadýnu 
Fyrir hverja er námskeiði: Endurmenntun fyrir kennara og aðra áhugasama um hugleiðsluferðalög. 
 

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara.
Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku

 

Rafræn umsókn

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is