Tilgangurinn með rannsókn minni og hönnun út frá henni er að uppgötva möguleika til að skapa kennslu- og námsaðferð sem eflir nemandann en færist undan því að tiltaka takmarkanir og vangetu hans. Tól sem fær nema til að dafna í stað þess eingöngu að komast í gegnum hefðbundin lærdómsumhverfi. Það breytir „kennara-nemanda“ sambandinu í „leiðbeinanda-nema“ samband með samvinnutækni í sköpun. 

Tólið notar stærðfræði algórisma Pi, Phi og Fibonacci, og tjáningu þeirra í náttúruheiminum sem myndhverfingu fyrir kortlagningu vaxtar og ferli þess að verða

 

 

Hönnunarferli námstækisins 

Sameining fræðigreinar við lausn vandamála, uppgötvanir og reynslusöfnun, hvatning til forvitni, að fara út úr kennslustofunni og út í náttúruna. Könnun forma og kerfa í náttúrulegu umhverfi okkar. Leit að sjálfbærari aðferðum, nýsköpun og leitin að vísindalegum niðurstöðum með því að kanna lífhermun. Sköpun meðvitundar um að skoða stöðu okkar sem sambúendur í heiminum og um leið rækta með sér innsæi hvað varðar hugarflug og ímyndun. Kenna til að veita nemum innblástur við að uppgötva náttúruna í gegnum samband lífhermunar og rúmfræðilegra forma.

Að vinna úr þessum uppgötvunum svo að úr verði áþreifanlegar niðurstöður, hugsanlega læra stærðfræðileg/rökræn mynstur, gera vísindauppgötvanir og jafnvel skapa sína eigin tónlist, myndlist, hönnun o.s.frv. Að velta fyrir sér framtíðartækni svo sem sýndarheimum og þvívíddarprentun. Að vera praktísk, skapandi og greina niðurstöðurnar. 

 

Að vekja athygli á mililvægi „eignarhalds“ vegferðar nemans og uppgötvanir eru eign nemans. Um leið festa mikilvægi sambands milli leiðbeinanda og nema. Að efla nema til þess að vera djarfir, gagnrýnir og forvitnir í því sem þeir taka sér fyrir hendur.  

 

Hugsanlega sjáum við kennslutilraunastofur í framtíðinni þar sem nemar verða hvattir til að nota tækni og tæki sér til hagsbóta sem móttækilegir sambúendur í alheiminum sem við deilum, og vinna saman að þverfaglegum rannsóknaraðferðum með því að skoða jarðhermun.