Ratað um listina - listmiðað umhverfisnám og samþætting

 

Námskeiðið Ratað um listina snýst um samþættingu, umhverfismennt og gildi þess að nota kennslufræðilega leiki.
 
Í námskeiðinu notast ég við ratleik sem ég bjó til fyrir snjallsíma þar sem markmiðið er að finna öll listaverkin í alþjóðlega höggmyndagarðinn á Víðistaðatúni og leysa þrautir. Ratleikurinn er opinn öllum í forritinu Turf hunt og því ætti námskeiðið og ratleikurinn að geta nýst skólum í Hafnarfirði í framtíðinni. Ritgerðin skiptist í tvo hluta, í þeim fyrri fjalla ég um þau fræði sem liggja til grundvallar námskeiðinu og ratleiknum. Í seinni hluta ritgerðarinnar fjalla ég um heimsókn mína í Engidalsskóla en þar fékk ég að prófa námskeiðið og ratleikinn með nemendum í 7. bekk.
 
Markmið mitt með ratleiknum og námskeiðinu er að búa til samþættingarverkefni sem sameinar áhugamál mín og ástríðu í kennslu sem er útinám, hópavinna og sköpun. Mig langar einnig til að verkefnið mitt geti orðið kennurum í mismunandi fögum innblástur og jafnvel upphafspunktur í skapandi eða listrænu ferli.
 
Tilraunir mínar með ratleikinn og kennsluna hafa sannfært mig um gildi þess að leika sér og vera úti. Þrátt fyrir að Víðistaðatúnið í Hafnarfirði sé vinsæll áfangastaður bæði leik- og grunnskóla í bænum er ekkert kennsluefni garðinum sérstaklega. Ratað um listina er tilraun til að bæta úr því.

 

simon2.jpeg

Mynd: Owen Fiene

 

Símon Örn Birgisson
Leiðbeinandi: Vigdís Gunnarsdóttir
10 ECTS
2022