Júlía

Við sjáum bleikan hjartalaga spegil, kúrekahatt með glimmeri og lítinn ísskáp, sem er þakinn límmiðum. Innanstokksmunir og smáhlutir, flestir úr plasti. Það er einhver togstreita á milli unglingsstelpunnar og plastsins. Hún vill vera ábyrgur neytandi en á sama tíma vill hún falla inn í hópinn. Hún er 15 ára og er hætt að borða fisk því hún vill ekki borða plastið. Í verkinu er þrívíðum eftirlíkingum af plasthlutum unglingsstelpna stillt upp eins og hlutum á kyrralífsmynd. Útkoman gefur hugmynd um neyslu, uppruna og gildismat – og um leið togstreituna á milli alls þess og umhverfiskvíða dagsins í dag. 

„Hi guys, I’m doing an updated room tour, literally no one asked for this, but I just felt it’s needed.“   

5._sigrun_hanna_omararsdottir_love-21.jpg