Sigríður Eyþórsdóttir er fædd í Reykjavík 1981. Hún hefur lagt stund á tónlist frá unga aldri og samið, flutt og gefið út lög með t.d. dúettnum Pikknikk og hljómsveitunum Sísý Ey og Tripolia. Auk þess hefur hún samið tónlist fyrir mynd- og leikverk og hefur áhuga á að starfa meira á þeim vettvangi.

Verkið byggir á tveimur þáttum. Annarsvegar náttúru- og umhverfisþáttum og hinsvegar tilfinningum og innri togstreitu. Þessum þáttum er svo púslað saman þannig að náttúran táknar vissar mannlegar tilfinningar. Verkið er að stórum hluta hlóðritað fyrirfram en píanó og selló munu leika með hljóðritinu.
Fyrsti hluti: Lamið á strengi innan í flygli. Táknar hart landslag og veðráttu á Íslandi. Tilfinninginn er ótti
Annar hluti: Píanóspil afturábak ásamt strengjum og hljóðeffectum. Táknar sjóinn allt í kring um landið. Tilfinningin er óróleiki tilfinningaólga, eirðarleysi.
Þriðji hluti: Píanóspil, íslenskt vor, vöxtur, ár og fossar. Tilfinningin er ástríða
Fjórði hluti: Blásturshljóðfæri, selló og fiðla. Táknar vindinn, fjöllin, þokuna. Tilfinningin er þráhyggja, örvænting, óvissa

Fiðla: Reinhard Vanbergen
Klarinett: Reuben Fenemore
Píanó: Eyþór Gunnarsson
Selló: Þórdís Gerður Jónssdóttir
Myndefni: Ómar Sverrisson
Flytjendur á tónleikunum eru Eyþór Gunnarsson á Píanó og Þórdís Gerður Jónssdóttir á selló