„Ef maður talar um það þá getur maður bara sagt hvað sem er”

Umræður og félagslegar kennsluaðferðir í lestrarkennslu unglinga

 
Þegar lesið er í hljóði er lesturinn milli bókarinnar og lesandans. Við lesturinn geta þó vaknað hugmyndir, tilfinningar og hughrif sem erfitt er að koma í orð. Einn nemandi sem les getur fengið allt önnur hughrif en sessunauturinn sinn og mikilvægt er að það sé hægt að tala um það hvernig upplifun getur verið mismunandi.
 
Gagnrýn hugsun er mikilvægur þáttur sem nemendur þurfa að læra og það eru mismunandi leiðir til að auka þá færni. Sem dæmi má nefna félagslegar kennsluaðferðir sem fá nemendur til að taka meiri þátt í kennslustundum, tala saman og hugsa út fyrir rammann. Þegar textar eru ræddir gefst nemendum tækifæri á að stýra sínum eigin umræðum og spyrja/svara þeim spurningum sem kviknuðu hjá þeim við lesturinn. Þá er ekki lagt áherslu á hvað sé rétt og hvað sé rangt og kennarinn lærir jafn mikið af nemendum og nemendur læra af kennaranum. Nemendur læra þá að vera óhræddir við að segja það sem liggur þeim á hjarta.
 
Við þessa rannsókn langar rannsakanda að komast að því hvort umræða um bókmenntaverk eða félagslegar kennsluaðferðir, eins og hugsunarleikir og leiklist, væru góð leið til að höfða til nemenda. Hvernig kennsluaðferðir geta kennt nemendum að hugsa út fyrir söguþráðinn?
 
Hvernig er hægt að kenna ungmennum að finna neista bókmennta?
 
screen_shot_2022-08-30_at_11.31.12_am.png
 

 

Sigríður Alma Axelsdóttir
sigriduralma [at] gmail.com
Leiðbeinandi: Brynhildur Sigurðardóttir
30 ECTS
2022