Sarah Daisog Mangubat
Heilsuhús

Listsköpun er öflugt tæki til að vinna gegn andlegum veikindum. Í henni felst hugleiðsla, endurhæfing og efling sjálfstrausts. Með listsköpun og listmeðferð geta íbúar Hveragerðis komist í snertingu við mismunandi listasmiðjur og unnið í ólíka miðla undir leiðsögn listamanna sem dvelja í Brúarhvammi, sem er nálægt heilsugönguleiðum og Heilsustofnun í Hveragerði. Byggingin skiptist í tvo hluta, búsetu- og vinnurými. Þessir tveir hlutar byggingarinnar eru tengdir með neðanjarðar heilsulind fyrir listamennina þar sem þeir geta ræktað núvitund, slakað á og einbeitt sér að verkum sínum. 

Staðsetning: Brúarhvammur