Sandra Rún ákvað að sameina áhuga sinn á útsetningum og samspili og búa til námsefni. Hún valdi bjöllukór þar sem ekkert íslenskt efni er til fyrir þá tegund af samspili og til að nýta sérþekkingu hennar á þess konar samspili. Námsefnið verður miðað við að geta nýst yfir tvö ár, saman sett af ca. 24 útsetningum af blönduðum íslenskum lögum. Milli útsetninganna verða leiðbeiningar um þá ýmsu tækni sem fylgir því að spila á Bjöllur og mun smátt og smátt í gegnum námsefnið bætast við ný tækni sem verður útskýrð og æfð í komandi útsetningum.

Flytjendur:
Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar - Handbjöllur og chimes
* Arnar Freyr Valsson
* Ástþór Sindri Baldursson
* Margrét Vala Kjartansdóttir
* Jón Brynjólfur Ásgeirsson
* Jón Böðvarsson
* Karen Sturlaugsson
* Ragnheiður Eir Magnúsdóttir
* Sandra Rún Jónsdóttir
* Sebastian Hubert Klukowski
* Sigurvin Þór Sveinsson
* Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir

Sandra Rún Jónsdóttir hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Sandgerði 6 ára gömul og þá á píanó. Hún skipti yfir á flautu 8 ára og bætti við sig trompet þegar hún var 13 ára, hún hefur samt alltaf spilað og lært á píanóið í og með. Hún kláraði miðpróf á þverflautu og grunnpróf á trompet. Sandra Rún hefur spilað með Lúðrasveit Tónlistarskólans í Sandgerði, Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Lúðrasveit Æskunnar, Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Lúðrasveitinni Svan og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hún hefur einnig sungið í kikjukór Hvalsneskirkju og sönghópnum Vox Felix. Sandra Rún var einnig virkur meðlimur í Leikfélagi Keflavíkur á árunum 2009-2014 og tók þátt í ýmsum verkefnum og uppfærslum á þeirra vegum. Hún hóf nám við Listaháskóla Íslands haustið 2014 við Skapandi Tónlistarmiðlun og mun útskrifast þaðan nú í júní og í haust mun Sandra Rún fara erlendis í mastersnám í tónlistarviðskiptum.