Birgir Örn Steinarsson listamaður og sálfræðingur fer yfir sálfræðikenningar um sköpun, 
sköpunarflæði og algengar hugsanavillur sem leiða til ritstíflu. Skoðaðar verða kenningar Mihaly Csikszenthihalyi,
Aron T. Beck, Jon Kabat-Zinn, Gary John Bishop, Mikhail Bakhtin og Mika Lähteenmäki til að sjá hvaða aðferðir 
gagnast best til þess að sporna gegn því að sköpunarflæði stöðvist á lífsleiðinni.  

Hæfniviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að: 

  • Hafa þekkingu á ólíkum kenningum sálfræðinnar um sköpun, sköpunarflæði og hugsanavillur. 
  • Hafa skilning á þeim kenningum og hugmyndum sem kynntar eru á námskeiðinu og geta sett þær í samhengi við eigin vinnu og sköpunarferli, í rituðu og töluðu máli. 
  • Geta tjáð sig skriflega og munnlega um eigið ferli. 

Kennari: Birgir Örn Steinarsson 
Deild: Opni listaháskólinn

Kennslutímabil: 19.-30. júlí  
Kennsludagar: mánudaga til föstudaga í tvær vikur 
Kennslutími: 10:00-12:30 

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestrar og tvö verkefni  
Staður: fjarnám 
Tegund: Fræðanámskeið  
Kennslutungumál: Íslenska  

Einingar: 2 ECTS, einnig er hægt að taka námskeiðið án eininga, en þá tekur kennari ekki á móti verkefnum 
Forkröfur: Stúdentspróf
Markhópur: Þverfaglegt námskeið hugsað fyrir hvern þann sem hefur áhuga á skapandi listum 

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeiðið falli niður 
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir & Björg Stefánsdóttir 

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með litlum fyrirvara 

Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku

Umsóknareyðublað

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is