Fyrir hver er námskeiðið: Fyrir áhugafólk um tónlist.
 
Í þessu námskeiði munu nemendur fá yfirlit um þróun, tilraunir og útbreiðslu raftónlistar. Í stað tímalegrar nálgunar mun hver kennslustund einblína á efnistök eins og frum-rafhljóðfæri, tilraunir með segulband, "concréte" tónlist og hljóðgervla- og hvernig þessar aðferðir hafa tekið sér sess í með- og mótstraumi tónlistar í dag. Námskeiðið er á bakkalárstigi.
 
Námsmat:  Verkefni
Kennari: Þuríður Jónsdóttir
Staður: Skipholt 31, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:30-12:10
Tímabil: 13. apríl til 11. maí 2023
 
Forkröfur: Stúdentspróf
Einingar: 3 ECTS
Verð: 36.750 (án eininga) / 45.900 (með einingum)
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Nánari upplýsingar: Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri, karolinas [at] lhi.is