Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem hafa hug á eða starfa við fræðslu/miðlun tengdum listasöfnum eða öðrum menningarstofnunum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu verður hugað að því hvernig fræðsla á söfnum getur mótað og þróað upplifun gesta í gegnum þátttöku þeirra og listræna samvinnu. Sjónum verður einnig beint að stafrænum miðlunar- og sköpunarleiðum ásamt samfélagsmiðlum.
 
Nemendur fá innsýn inn í fræðslustarfsemi á listasafni, vinna hagnýt verkefni og fá tækifæri til að vinna með safngestum. Þeir kynnast fræðilegum kenningum safnafræðslu sem miða að fjölbreyttri og áhrifaríkri fræðslu og skapandi starfi innan og í tengslum við söfn. Safnfræðsla á við öll skólastig og er afar líflegt kennsluform en einnig verður hugað að fjölbreyttum markhópum safna. Námskeiðið fer fram á listasafni en einnig verða aðrar menningastofnanir heimsóttar með tilliti til þverfaglegs starfs.
 
Námsmat: Virkni í tímum og þátttaka í vettvangsferðum.
 
Kennarar: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir og Klara Þórhallsdóttir.
 
Staður og stund: Miðvikudagar kl: 13.00-15.50  og tveir föstudagar kl: 9.20-12.10 (29. nóv. og 6. des.)
 
Tímabil: 6. nóvember- 13. desember 2019.
 
Einingar: 6 ECTS.
Athugið að ekki er í boði að taka þetta námskeið án ECTS eininga. 
 
Verð: 91.8000 kr.
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.