1. Skráning í skiptinám - Umsóknarfrestur 1. febrúar

Skráning í  Myschool - veljið Skiptinám í valmynd vinstra megin á síðunni.
 

2. Sækja um styrk og staðfesta skólaval - Frestur 1. mars

Sækja um Erasmus+ styrk - Fyllið út umsókn.
 
Velja gestaskóla - Veljið gestaskóla í samráði við alþjóðaskrifstofu LHÍ. Frestur til að tilkynna val á gestaskóla: 1. mars fyrir skiptinám á haustönn og 15. september fyrir skiptinám á vorönn.
Vinsamlegast notið þartilgert skráningarform til þess að tilkynna skólaval á haustönn 2020.
 

3. Umsókn til gestaskóla

Athugið að umsóknarfrestur og ferli er ólíkt eftir skólum. Upplýsingar um umsóknarferli má finna á vefsíðu viðkomandi skóla (sjá samstarfsskólalista). Athygli er vakin á því að sumir háskólar eru aðeins með einn umsóknarfrest á ári, fyrir bæði haust- og vorönn, sérstaklega á sviði tónlistar. Mælt er með að nemendur sæki um þrjá skóla þar sem samkeppni getur verið um skiptinámspláss.
 

4. Undirbúningur skiptináms 

Þegar nemandi hefur fengið jákvætt svar um inngöngu í gestaskóla þarf að undirbúa skiptinámið, þ.m.t. með því að ganga frá námssamningi og styrksamningi. Vinsamlegast fylgið leiðbeiningum á skiptinámsvef LHÍ.
 
 

FORGANGSRÖÐUN UMSÓKNA

Þurfi að velja á milli nemenda sem óska eftir því að sækja um sama skóla gilda eftirfarandi reglur:
 
Nemendur sem hafa skráð sig í skiptinám í Myschool fyrir auglýstan frest njóta forgangs.
 
Nemendur sem hafa tilkynnt formlega um val á gestaskólum fyrir auglýstan frest njóta forgangs.
 
Ef velja þarf á milli nemenda sem uppfylla öll ofangreind atriði skal varpa hlutkesti milli nemenda um úthlutun á styrk í viðurvist votta.
 
 
Þurfi að velja á milli nemenda hvað varðar úthlutun á Erasmus+ styrk gilda eftirfarandi reglur:
 
Gildar umsóknir sem berast fyrir auglýstan umsóknarfrest hafa forgang. Umsókn telst ekki gild fyrr en öll fylgigögn hafa borist (á einungis við um styrk til starfsþjálfunar). Þetta á ekki við um nýnema á meistarastigi.
 
Nemendur sem hafa skráð sig í skiptinám í Myschool fyrir auglýstan frest njóta forgangs.
 
Nemendur sem hafa tilkynnt um val á gestaskólum fyrir auglýstan frest njóta forgangs.
 
Ef velja þarf á milli nemenda sem uppfylla öll ofangreind atriði skal varpa hlutkesti milli nemenda um úthlutun á styrk í viðurvist votta.

Ráðgjöf vegna skiptináms

Alma Ragnarsdóttir: alma [at] lhi.is

Þorgerður Edda Hall: thorgerdurhall [at] lhi.is

Praktískar upplýsingar

Umsóknarferli

Undirbúningur skiptináms

Hvað er styrkurinn hár?

Samstarfsskólar

Erasmus-kóði LHÍ: IS REYKJAV06