1. Skráning í skiptinám - Umsóknarfrestur 1. mars

  • Skráning í Myschool - veljið Skiptinám í valmynd vinstra megin á síðunni.
  • Sækja um Erasmus+ styrk - Fyllið út umsókn, prentið og skilið til alþjóðaskrifstofu LHÍ.
  • Velja gestaskóla - Veljið gestaskóla í samráði við alþjóðaskrifstofu LHÍ. Frestur til að tilkynna val á gestaskóla: 15. mars fyrir skiptinám á haustönn og 15. september fyrir skiptinám á vorönn.

2. Umsókn til gestaskóla

Athugið að umsóknarfrestur og ferli er ólíkt eftir skólum. Upplýsingar um umsóknarferli má finna á vefsíðu viðkomandi skóla (sjá samstarfsskólalista). Athygli er vakin á því að sumir háskólar eru aðeins með einn umsóknarfrest á ári, fyrir bæði haust- og vorönn, sérstaklega á sviði tónlistar. Mælt er með að nemendur sæki um þrjá skóla þar sem samkeppni getur verið um skiptinámspláss.

3. Námssamningur 

Þegar nemandi hefur fengið jákvætt svar um inngöngu í gestaskóla þarf að útbúa námssamning í samráði við deildarfulltrúa.

4. Styrksamningur

Ganga frá styrksamning á alþjóðaskrifstofu.