Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja styrkja sig með raddbeitingu og tjáningu; listafólk, kennara og önnur. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Þátttakendur takast á við verkefni þar sem reynir á raddbeitingu og framsögn. Tengsl öndunar, líkama og raddar eru könnuð með öndunaræfingum, textavinnu og spuna. Aðferðir leiklistarinnar eru notaðar til að styrkja þátttakendur sem fyrirlesara og kennara.
 
Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni í tímum.
 
Kennari: Þórey Sigþórsdóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes. Nánari upplýsingar síðar.
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar, 2020.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249