Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja styrkja sig með raddbeitingu og tjáningu; listafólk, kennara og önnur. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Þátttakendur takast á við verkefni þar sem reynir á raddbeitingu og framsögn. Tengsl öndunar, líkama og raddar eru könnuð með öndunaræfingum, textavinnu og spuna. Aðferðir leiklistarinnar eru notaðar til að styrkja þátttakendur sem fyrirlesara og kennara.
 
Í lok námskeiðs eiga nemendur að:
 
-þekkja og vera meðvitaðir um veikleika og styrk sinnar eigin raddar,
-kunna og geta nýtt sér þær öndunar- og raddæfingar sem farið er í á önninni,
-þekkja undirstöðuatriði raddverndar og hafa færni til að stunda áframhaldandi raddþjálfun,
-kunna skil á undirstöðuatriðum þess að koma fram fyrir fólk bæði í kennslu og fyrirlestrum,
-gera sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum í framkomu sem fyrirlesarar/kennarar og hvernig nýta má styrk sinn og bæta upp veikleika.
 
Námsmat: Verkefni, þátttaka og virkni í tímum.
 
Kennari: Þórey Sigþórsdóttir.
 
Staður og stund: Laugarnes. 
 
04.02.2020 09:20 - 12:10
06.02.2020 09:20 - 12:10
11.02.2020 09:20 - 12:10
13.02.2020 09:20 - 12:10
18.02.2020 09:20 - 12:10
20.02.2020 09:20 - 12:10
 
Tímabil: 4. - 20. febrúar, 2020.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249