Fyrir tveimur árum greindist mamma mín með sjúkdóminn Alzheimers og hafa veikindi hennar aukist síðan. Ég velti fyrir mér tvöfaldri merkingu hlutanna í daglegu lífi. Að vera Íslendingur eða Atvinnuútlendingur. Fjölskyldurætur mínar eru óljósar; foreldrar mínir eru börn heimstyrjaldarinnar síðari og ég er með einhverskonar „eftirstríðs áfallastreituröskun“ sem ég erfði. Ég vil skoða það sem ég man í sambandi við staði, manneskjur og lífsreynslu þeirra. Minningarnar sem ég skoða eru fjölskylduminningar. Ég velti fyrir mér hræðilegum afleiðingum stríðsins, fjölskyldurótum og hinu pólitíska landslagi í gegnum árin til framtíðar. Ég er ekki endilega að leitast eftir því að breyta heiminum með verkum mínum en vill leggja mitt að mörkum. Það er svo margt sem við gerum sem er ósýnilegt, öllum er sama. En listin getur hjálpað fólki að sjá hluti í víðara samhengi. Ég tek eftir umhverfi mínu, formi, landslagi, byggingarlagi, borgarskipulagi og pólitísku landslagi. Rými—geta minningar verið rými? Athygli mín beinist í ýmsar áttir í ferlinu, þegar ég loka augunum og hugsa um minningarnar þá sé ég ekki manneskju eða andlit hennar, ég sé FORM, og eins með aðra hluti. Ég tekst á við form. Minningar geta verið falskar og þeim er hægt að stýra og breyta.