Námskeið er orðið fullbókað.
 
Fyrir hvern er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Námskeiðið er kennt á íslensku. Valnámskeið í meistaranámi í myndlist.
 
Á þessu námskeiði verður efnt til samstarfs milli myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands og ritlistarnema við Háskóla Íslands. Unnið er að gerð texta og mynda af hvaða tagi sem er og snertifletir mynd- og ritmáls kannaðir. Í tímum er boðið upp á æfingar sem hreyfa við hugsun og geta nýst sem kveikjur að skrifum og gerð verka, en þar getur verið um að ræða skáldsögu, myndverk, smá- eða örsögu, gjörning, kvikmyndahandrit, æviminningar, ljóð o.fl. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að deila verkum sínum með hinum, vinna samvinnuverkefni á milli listgreina og vera virkir í þeim umræðum sem skapast.
 
Námsmat: Ástundun og verkefnaskil
 
Kennari: Haraldur Jónsson
 
Staður og stund: Föstudagar kl. 9:20 - 12:10, Laugarnesvegur 91.
 
Tímabil: 8. mars - 12. apríl
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum)
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is