Umsóknafrestur í Rannsóknasjóð Listaháskóla Íslands er til 6. maí 2019

Hlutverk sjóðsins er að styðja við rannsóknir akademískra starfsmanna og stuðla að uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista. Í Listaháskólanum eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir þar sem unnið er með margvísleg efni, form og miðla. Öflugt rannsóknarstarf er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar. Borin er virðing fyrir ólíkri nálgun, viðfangsefnum og framsetningu. Þannig vill Listaháskólinn styrka rannsóknarmenningu skólans og auka gæði rannsókna sem þar fara fram.

Rétt á styrkveitingu eiga fastráðnir akademískir starfsmenn með rannsóknahlutfall.

Stjórn 2019 – 2021:
Þórhallur Magnússon, tónskáld og deildarforseti tónlistardeildar Sussex háskóla.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor listkennsludeild
Alexander Roberts, lektor sviðslistadeild