Næsti umsóknafrestur í Rannsóknasjóð Listaháskóla Íslands rennur út 13. september, 2021

Hlutverk sjóðsins er að styðja við rannsóknir akademískra starfsmanna og stuðla að uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista. Í Listaháskólanum eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir þar sem unnið er með margvísleg efni, form og miðla. Öflugt rannsóknarstarf er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar. Borin er virðing fyrir ólíkri nálgun, viðfangsefnum og framsetningu. Þannig vill Listaháskólinn styrka rannsóknarmenningu skólans og auka gæði rannsókna sem þar fara fram.

Rétt á styrkveitingu eiga fastráðnir akademískir starfsmenn með rannsóknahlutfall.

Úthlutun 2019:
Ásgerður G. Gunnarsdóttir, lektor í sviðlistadeild: Um alla borg og upp á svið - óvænt samstarf í borginni.
Bryndís Björgvinsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir, lektorar í hönnunar- og arkitektúrdeild: Kristín Þorleifsdóttir: ferill, viðhorf verk. 
Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistardeild: Jazztónlist á Íslandi 1930 - 2010.

Stjórn 2021:
Þórhallur Magnússon, tónskáld og deildarforseti tónlistardeildar Sussex háskóla.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor listkennsludeild
Hildigunnur Sverrisdóttir, forseti Arkitektúrdeildar