Sláðu inn leitarorð
Rakel Gróa Gunnarsdóttir
Bára
Fólk mætir af mismunandi ástæðum í laugar landsins. Tilgangur hverrar sundferðar getur verið margþættur, hvort sem hann hverfist um líkamsrækt, leik og samveru, eða afslöppun og einveru. Í sundlaugunum myndast samfélag innan samfélags, þar sem fólk heilsar næsta manni, hittist og kynnist jafnvel, og málglaðir fá útrás á vissum svæðum sundlaugarsvæðisins. Hönnun Báru byggir á þörfum og þátttöku þeirra sem nýta sundlaugar landsins. Forritið heldur utan um allar upplýsingar sem snúa að þörfum sundlaugargesta varðandi staðsetningu, opnunartíma, viðgerðir og slíkt. Í annan stað heldur forritið utan um þátttöku notandans, virkni hans og sundferðir, og samskipti hans við alla sundfélaga, hvort sem tilgangur samskiptanna er að skipuleggja æfingar eða stefna á „hitting“ í næstu opnu laug.
