Námskeiðið fellur því miður niður vegna ónægrar þátttöku. Það verður næst kennt að tveim árum liðnum. 
 
Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar listamönnum og kennurum sem hafa hug á því að notast við rafmagnaða tónlist í kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Þátttakendur kynnast rafmögnuðum hljóðfærum og notkun þeirra í kennslu, vinna kennslu- áætlun með markmið aðalnámskrár til hliðsjónar og útsetja lög fyrir rafmagnaða hljómsveit.
 
Einföld upptökuforrit eru kynnt og þátttakendur taka upp hjá hvorum öðrum.
 
Námsmat: Verkefni.
 
Kennari: Ólafur Schram.
 
Staður og stund: Sjálandsskóli. fimmtudagar kl: 16.10-18.30.
 
Tímabil: 
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum)
 
Forkröfur: Grunnkunnátta í tónlist.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249