Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á að tileinka sér tækni tengda margmiðlunar- og / eða gagnvirkum tónlistarverkum. Námskeiðið er valnámskeið á BA-stigi tónlistardeildar og er kennt í fjarkennslu.
 
Nemendum verður skipt upp í hópa og vinna þeir að sameiginlegu rafrænu gagnvirku og/eða margmiðlunarverki sem verður sýnt við lok námskeiðsins. Meðfram verða haldnir fyrirlestrar listamanna sem koma fram á raflistahátíðinni Raflost. Að lokum er skilað inn "dokúmentasjón” af verkinu.
 
Námsmat: Verkefni, þátttaka.
 
Kennarar: Áki Ásgeirsson, Ríkharður H. Friðriksson, Haraldur Karlsson og Jesper Pedersen.
 
Staður og stund: Fjarnám (Með fyrirvara um breytingu). 
 
18.05.2020 09:00 - 17:00
19.05.2020 09:00 - 17:00
20.05.2020 09:00 - 17:00
21.05.2020 09:00 - 17:00
22.05.2020 09:00 - 17:00
 
Tímabil: 18. - 22. maí 2020
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Miðað er við að þátttakendur hafa náð 18 ára aldri og hafi ágæta tölvukunnáttu og áhuga á tilraunakenndri margmiðlunarlist.
 
Nánari upplýsingar:  Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: sunnaran [at] lhi.is.