Fornafn: 
Rósa
Eftirnafn: 
Ómarsdóttir

Rósa Ómarsdóttir lauk námi í dansi og danssmíði við P.A.R.T.S í Brussel og hefur starfað sem danshöfundur síðan. Verk hennar eru afar þverfagleg. Þar blandast saman myndlist, hljóðlist og performans. Hún var búsett í Brussel í áratug og starfar víðsvegar um Evrópu. Verk hennar hafa verið sýnd leikhúsum og hátíðum alþjóðlega, og hún hefur verið residensíu listamaður í virtum stofnunum á borð við Chaillot Theatre National de la Danse í París og Akademie Schloss Solitude í Stuttgart. Verk hennar hafa hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og verðlaun í flokkunum danshöfundur ársins og hljóðmynd ársins. Rósa hefur einnig starfað sem kennari víðsvegar um Evrópu. Auk þess stjórnaði hún rannsóknarverkefni undir heitinu Secondhand Knowledge til nokkra ára, sem fram fór í um tíu löndum um allan heim. Rósa hefur verið virk í réttindabáráttu listamanna í Belgíu og er einn af stofnendum EngagementArts sem stuðlar að því að tækla kynjamismun í listum. Rósa hefur einnig skrifað greinar fyrir tímarit í Belgíu og Þýskalandi.

Deild á starfsmannasíðu: