Fornafn: 
Bergrún
Eftirnafn: 
Snæbjörnsdóttir
Bergrún Snæbjörnsdóttir er tónskáld sem vinnur oft þvert á miðla í leit að lifandi, viðhreyfanlegum hljóðstrúktúrum. 
 
Tónverk hennar hafa verið pöntuð og/eða flutt víðsvegar um heim af flytjendum eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands, City of Birmingham Symphony Orchestra, Oslo Philharmonic, Esbjerg Ensemble, Norrbotten NEO, Decibel, Avanti!, Distractfold, Nordic Affect og fleirum. Þá hafa verk hennar verið valin til flutnings á virtum hátíðum eins og Mostly Mozart í Lincoln Center, Tectonics, Nordic Music Days, Only Connect, Ultima, Norður og Niður, KLANG, SPOR, ISCM’s World New Music Days, Sound of Stockholm, Prototype og Sequences auk fleiri viðburða.
 
Eftir tónlistarnám við Listaháskóla Íslands lauk Bergrún mastersnámi við tónsmíðar í Mills College, Kaliforníu árið þar sem hún lærði einna helst hjá Pauline Oliveros, Roscoe Mitchell, Fred Frith og Zeena Parkins áður en hún flutti til Brooklyn, New York þar sem hún starfaði sem tónskáld. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og stuðnings fyrir tónlist sína, m.a. Hildegard verðlaun The National Sawdust og var staðarlistamaður hjá International Contemporary Ensemble árin 2019-2021. Bergrún hefst nú við í Reykjavík og er lektor í tónsmíðum við LHÍ frá árinu 2022.
 
Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: