Fornafn: 
Anna Diljá
Eftirnafn: 
Sigurðardóttir
Anna Diljá Sigurðardóttir er hönnuður, búsett milli Íslands og Hollands.
 
Hún er menntaður hönnuður frá Design Academy Eindhoven og hefur síðan starfað í Hollandi, Þýskalandi og á Íslandi. Anna vinnur sem sjálfstæður hönnuður sem sérhæfir sig í list rannsóknum og upplýsingahönnun. Samsíða því hefur hún leiðbeint nemendum við Listaháskóla Íslands og Design Academy Eindhoven.
 
Frá og með árinu 2014 hefur Anna átt samstarf við hinar ýmsu vísindastofnanir: Royal Netherlands Institute for Sea Research og Háskólann í Wageningen í Hollandi, British Telecommunication, Subcom LLC og TeleGeography í Englandi, Háskóla Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofu Íslands.
 
Verkum hennar hafa verið miðlað og þau sýnd víða í Evrópu. Viðfangsefni hennar spanna jarðvísindi, loftslagsbreytingar, landfræðipólitík og kortlagningu kerfa. Hún notast við ýmsa miðla svo sem myndræna frásögn, hreyfimyndir, texta og skúlptúrverk til að setja fram flókin vísindaleg gögn og snúin málefni á auðskiljanlegan máta.

 

Deild á starfsmannasíðu: