Fornafn: 
Sahar
Eftirnafn: 
Ghaderi
Sahar Ghaderi er arkitekt Ph.D. með víðtæka reynslu á arkitektastofum á Íslandi, Frakklandi og Íran og hefur haft umsjón með mörgum verkefnum sem snúa að arkitektúr, borgarhönnun, landslagi og menningararfi. Verk hennar einkennast af rannsóknartengdri hönnun, samskiptum og miðlun í þverfaglegu og alþjóðlegu umhverfi. 
 
Núverandi rannsóknir Sahar leggja áherslu á notkun innviða upplýsinga og gagnavinnslu í byggingar- og skipulagsverkefnum. Hún hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum sem snúa að menningararfi og gervigreind. 
Sahar hefur undanfarin ár verið virk í arkitekta- og borgarskipulagssamkeppni á Íslandi og hlotið viðurkenningar fyrir hönnun Stjórnarráðsreitsins í Reykjavík, Stangarskála í Þjórsárdal og Borgarlínustöðva Reykjavíkur. 
 
Sahar Ghaderi er með doktorsgráðu í arkitektúr, fornleifafræði og tölvunarfræði frá Paris Diderot University- Paris Sorbonne Cité undir leiðsögn prófessors Jean-Pierre Vallat og prófessors Olivier Bouet (2014), MA í arkitektúr frá École Nationale Supérieure d'Architecture Paris -Val de Seine (2010), auk MA (Rannsóknarmeistari) með áherslu á “Borg, arkitektúr og menningararfleifð” frá Paris Diderot University (2009). 
 
sahar [at] lhi.is

 
Deild á starfsmannasíðu: