Fornafn: 
Katrín
Eftirnafn: 
Gunnarsdóttir
Katrín Gunnarsdóttir er dósent í samtímadansi og fagstjóri alþjóðlegrar samtímadansbrautar LHÍ.
 
Katrín starfar sem danshöfundur, dansari, rannsakandi og kennari. Í verkum sínum fæst hún meðal annars við mýktina, hið hljóðláta, síbreytilegt flæði, vinnu dansarans og líkamann sem safn hreyfinga. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og sýnt víðsvegar um Ísland og í Evrópu.  Ásamt því að þróa eigin verk starfar hún með sviðslistahópnum Marble Crowd og teiknaranum Rán Flygenring. Hún hefur jafnframt starfað sem danshöfundur fyrir Íslenska Dansflokkinn, Íslensku Óperuna, Þjóðleikhúsið, Theater Republique í Danmörku, Toneelgroep Amsterdam í Hollandi og FWD Youth Company. Hún hefur kennt reglulega við sviðslistadeild LHÍ frá árinu 2015. Þá hefur Katrín setið í fagráði skólans sem fulltrúi stundakennara árin 2017-2019. Hún er formaður Danshöfundafélags Íslands og er varaformaður Félags Íslenskra Leikara. Katrín hefur lokið BA gráðu í dansi og danssmíði frá ArteZ Listaháskólanum í Hollandi og diplómanámi í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands. Þá er hún einnig með meistaragráðu í heilsuhagfræði og viðbótardiplóma í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. 
Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: