Fornafn: 
Hannes Óli
Eftirnafn: 
Ágústsson
 
Hannes útskrifaðist frá leikarabraut leiklistardeildar Listaháskóla Íslands vorið 2009. Einnig hefur Hannes lokið við BA nám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2004.Hannes lék í uppsetningum Þjóðleikhússins á Lér konungurAllir synir mínir og Bjart með köflum. Einnig lék Hannes í Leigumorðingjanum, Kaktus, Sek og Gullna hliðinu hjá Leikfélagi Akureyrar. Hannes starfaði hjá Borgarleikhúsinu á árunum 2017-2019 og lék í leiksýningunum 1984Himnaríki og helvíti, Núna 2019 og Fólk, staðir og hlutir. Hannes hefur að auki unnið talsvert með sviðslistahópunum Hreyfiþróunarsamsteypan (Shake me, Úps!), Áhugaleikhús Atvinnumanna (Ódauðlegu verkin), Soðið Svið (Hættuför í Huliðsdal, Extravaganza) og Óskabörn ógæfunnar í Illsku. Hannes var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir frammistöðu sína í Illsku og Himnaríki og helvíti. Meðal annarra verka sem Hannes hefur leikið í á sviði má nefna Munaðarlaus, Hnykill, Ég ervindurinn og Góði dátinn Svejk. Meðal hlutverka Hannesar í kvikmyndum og sjónvarpi má nefna sjónvarpsþættina Hæ Gosi og Stellu Blómkvist, og kvikmyndirnar Bjarnfreðarson, Grimmd, Héraðið og Málmhaus, en Hannes hlaut tilnefningu til Edduverðlauna fyrir það hlutverk. Þá hefur Hannes verið mjög áberandi í Áramótaskaupi Sjónvarpsins undanfarin ár. Meðal erlendra verkefna má nefna hlutverk í sjónvarpsþáttunum Sense8 og Documentary Now!, og kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Hannes hefur einnig kennt leiklist sem stundakennari við m.a. sviðslistadeild Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands.
Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: