Fornafn: 
Brogan
Eftirnafn: 
Davison
 
Brogan er danshöfundur og sviðslistakona frá Bretlandi og er búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist með MA gráðu frá Das Theatre braut Listaháskólans í Amsterdam 2019 og hlaut BA í dansleikhúsi frá Laban í London 2010. Hún stofnaði verðlauna sviðslistahópinn Dance For Me ásamt samstarfsmanni sínum Pétri Ármannssyni en þau hafa starfað bæði hérlendis og alþjóðlega. Þau hafa skapað fjölbreytt sviðslistaverk sem dansa á mörkum danslistar, heimildaleikhúss og uppistands og hafa verk þeirra farið fram á sviði og í heimahúsum. Síðan 2013 hafa þau sýnt verk sín meðal annars í Þýskalandi, Hollandi, Noregi, Danmörku, Bretlandi, Finnlandi, Ítalíu, Svíþjóð, Sviss og Kanada og í leikhúsum líkt og Productiehuis Theater Rotterdam (NL) and Künstlerhaus Mousonturm (DE).
Deild á starfsmannasíðu: