Fornafn: 
Theodóra Alfreðsdóttir
Theodóra er með MA í vöruhönnun frá Royal College of Art í London og BA í vörhönnun frá LHí. Hún hefur kennt við deildina frá árinu 2016 sem stundakennari en hefur nú verið í afleysingum sem aðjúnkt þessa önnina. Því  hefur fylgt vinnustofukennsla á öllum þremur árum vöruhönnunar ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum.
 
Theodóra er sjálfstætt starfandi vöruhönnuður og allajafna búsett í London. Rannsóknir hennar og verk fjalla um þá sögu sem hlutir geta sagt okkur, hvernig þeir geta verið til vitnis um framleiðsluferlið sem þeir fóru í gegn um, sagt til um hvað gerðist milli vélar / verkfæris, handverksmanns og efnis með það að leiðarljósi að endurskoða gildi efnisheimsins í kring um okkur. Theodóra hefur tekið þátt í fjölda sýninga hérlendis og erlendis og var meðal annars tilnefnd til hinna norrænu Formex Nova verðlauna árið 2019.
 
Deild á starfsmannasíðu: