Fornafn: 
Elín Gunnlaugsdóttir

Elín Gunnlaugsdóttir (1965) nam tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1993. Árið 1998 lauk hún framhaldsnámi í tónsmíðum frá Konunglega tónlistarháskólanum í Den Haag. Þar voru kennarar hennar í tónsmíðum þeir Theo Loevendie og Diderik H. Wagenaar.

Verkaskrá Elínar samanstendur að mestu af kammerverkum og söngverkum, en hún hefur meðal annars skrifað fyrir Caput-hópinn, Camerarctica og Schola Cantorum auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Verk Elínar hafa verið gefin út og verið flutt bæði hér heima og erlendis. 

Seinustu ár hefur Elín einnig einbeitt sér að skrifum á nýrri tónlist fyrir börn, þessi verk eru söngleikurinn Björt í sumarhúsi, tónlistarævintýrin Englajól og Drekinn innra með mér auk tónleikhússins Nú get ég.

Deild á starfsmannasíðu: