Fornafn: 
Hanna Dóra Sturludóttir

Hanna Dóra Sturludóttir hefur um árabil verið í fremstu röð óperusöngvara Íslands og hefur ferill hennar bæði í óperu og á tónleikum leitt hana víða um heim.

Hanna Dóra stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og við Listaháskólann (UdK) í Berlín, þar sem hún lærði meðal annars hjá Prof. Dietrich Fisher-Dieskau og Prof. Aribert Reimann.

Hanna Dóra var fastráðin í óperuleikhúsinu í Neustreliz þar sem hún söng mörg þekktustu hlutverk óperubókmenntanna; Marie (Wozzeck), Cio Cio san (Madame Butterfly), Countessa (Figaro) auk þess sem hún kom reglulega fram sem gestasöngvari í Komische Oper í Berlin og víðar um Þýskaland.

Stærstu hlutverk Hönnu Dóru hjá Íslensku óperunni eru Carmen, Ariadne auf Naxos, Miss Jessel (The Turn of the Screw), Donna Elvira (Don Giovanni) og Eboli prinsessa (Don Carlo) og fyrir túlkun sína á því hlutverki fékk hún nafnbótina „Söngkona ársins“ á Íslensku tónlistarverðlaununum 2014.

Hanna Dóra hefur komið fram á ljóða- og kirkjutónleikum um alla Evrópu og síðast en ekki síst hefur samtímatónlist ávalt verið stór hluti af efnisskrá hennar. Fyrir frammistöðu sína í KOK, nýrri íslenskri óperu sem frumsýnd var 2021 var hún tilnefnd til Grímuverðlaunanna.

Hanna Dóra Sturludóttir er fagstóri og söngkennari við söngbraut Listaháskóla Íslands.

Deild á starfsmannasíðu: