Fornafn: 
Hanna Dóra Sturludóttir

Hanna Dóra Sturludóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms í Listaháskólanum í Berlín.

Kennarar hennar þar voru Prof. Anke Eggers og Prof. Dietrich Fischer-Dieskau og útskrifaðist hún þaðan með viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur.

Hanna Dóra hefur sungið við mörg helstu óperuhús Þýskalands, m.a. Komische Oper og Ríkisóperuna í Berlín og Munchen. Á meðal þeirra u.þ.b. 40 hlutverka sem hún hefur túlkað á ferlinum eru titilhlutverkin íAriadne á Naxos og Carmen, Eboli í Don Carlo, Donna Elvira í Don Giovanni og Larina í Evgeni Onegin sem hún söng í Íslensku óperunni 2016. Hanna Dóra hefur komið fram á tónleikum um allt Þýskaland og víða í Evrópu og tónleikahald hefur m.a. borið hana til Qatar og Egyptalands.

Undanfarin ár hefur hún tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum óperusmiðjunnar Novoflot í Berlín, sem sérhæfir sig í óvenjulegum uppsetningum og frumflutningi á nýrri óperutónlist. Árið 2017 söng hún aðalhlutverkið í „Die Passagierin“ í Gelsenkirchen í Þýskalandi og fékk feikilega góða dóma fyrir frammistöðu sína. Á Íslandi hefur hún auk þess að taka þátt í uppfærslum Íslensku óperunnar haldið fjölda ljóðatónleika og sungið Vínartónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Salon Islandus.

Hanna Dóra hefur tvisvar fengið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna; fyrir flutning sinn á Wesendonck-ljóðaflokkinn eftir Richard Wagner með Sinfóníuhljómsveit Íslands og titilhlutverkið í Carmen hjá Íslensku óperunni haustið 2013 og nú síðast fyrir hlutverk Eboli í Don Carlo en fyrir það hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins 2014. Hanna Dóra kennir söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og Listaháskóla Íslands

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: