Fornafn: 
Sunna Sigurðardóttir

Sunna Sigurðardóttir lauk BA-gráðu í myndlist frá hollenska listaháskólanum AKI árið 2007 og stundaði svo nám í hönnun við Concordia-háskólann í Montreal, Kanada. Eftir að flytjast aftur til Íslands lauk hún diplómunámi í teikningu frá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur unnið að margvíslegum sjálfstæðum verkefnum tengdum myndlist og hönnun, gert teikningar fyrir heimildamyndir og skáldverk en skáldsagan Allt með kossi vekur eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur ,sem hefur að geyma teikningar Sunnu hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011. Sunna hóf störf hjá LHÍ árið 2017 en starfaði þar áður sem þjónustufulltrúi og sinnti verkefnastjórn hjá Norræna húsinu í Reykjavík.

 

Deild á starfsmannasíðu: