Fornafn: 
Sigurður Atli Sigurðsson

 

Sigurður Atli lauk námi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Hann hlaut styrk frá Franska sendiráðinu á Íslandi til meistaranáms í myndlist við École Superieure d’Art et de Design Marseille-Méditerranée þar sem hann lauk MFA prófi árið 2013. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víða um Evrópu og haldið einkasýningar í Prag, Mílanó, Hamborg, Leipzig, Reykjavík og á Seyðisfirði. Árið 2015 stofnaði Sigurður Atli samstarfsverkefnið Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni. Undir þeim formerkjum hafa þeir haldið fjölda námskeiða og sýninga, m.a. í Nýlistasafninu, Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, International Print Center New York og A-Dash í Aþenu. Auk þess gefa þeir út bókverk myndlistarmanna í gegnum Prent & vini verlag.  Sigurður Atli hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá 2016.

Í verkum Sigurðar Atla dregur hann upp birtingarmyndir sköpunarferlisins í daglegum atburðum og tilviljanakenndum mannlegum gjörðum. Hann skoðar hvernig tengsl tungumáls, mynda og menningarsamhengis hafa áhrif á merkingu. Hann hefur tileinkað sér ýmsar aðferðir prentlistarinnar en einnig unnið með teikningu, málverk, skúlptúr og ljósmyndun ásamt innsetningu og gjörningalist.

Deild: 
Sérsvið: 
Deild á starfsmannasíðu: