Sláðu inn leitarorð
Main profile
Primary tabs
Fornafn:
Claudia Hausfeld
Claudia Hausfeld er fædd árið 1980 í Berlín. Hún lærði ljósmyndun við Listaháskólann í Zürich og hlaut BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Hún hefur sýnt víða; Fotoforum Pasquart í Biel, Sviss; Hafnarborg, Listasafni Reykjavíkur og á Þjóðminjasafninu auk þess sem verk hennar má finna á einkasöfnum á Íslandi sem og utanlands. Hún hefur tekið virkan þátt í rekstri listamannarekinna rýma á Íslandi, Danmörku og Sviss og var stjórnarmeðlimur Nýlistasafnsins í þrjú ár. Claudia hefur umsjón með ljósmyndaveri Listaháskólans og kennir áfanga sem snerta á filmu- og stafrænni ljósmyndun, myndvinnslu og hugmyndalist.
Deild:
Sérsvið:
Deild á starfsmannasíðu: