Fornafn: 
Vala Ómarsdóttir

 

Vala kennir og hefur yfirumsjón með hreyfingu leikara á sviðslistadeild ásamt því að kenna Óhefðbundin leikrými.

Vala hefur lokið mastersgráðum í sviðslist frá Royal Central School of Speech of Drama og Goldsmiths College í London. Hún bjó í New York og í London í 10 ár þar sem hún lærði og vann við sviðslistir. Hún stofnaði ásamt fleiri sviðslistakonum leikhópinn 11:18 sem sérhæfði sig í að setja upp leikhúsverk í lestum í Englandi og á N-Írlandi. Einnig vann hún til margra ára sem leikari og sviðslistakona í leikhópunum Tangled Feet og Bottlefed. 

Eftir að hún flutti heim stofnaði hún ásamt fleiri listamönnum Vinnsluna sem sérhæfir sig í þverfaglegum sviðslistagjörningum. 

Sem leikstjóri vinnur Vala oftast í staðbundnum leikhúsverkum og með kvikmyndamiðilinn.

www.valaomars.com

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: