Fornafn: 
Óskar Örn
Eftirnafn: 
Arnórsson
 
Óskar Örn Arnórsson er arkitekt og arkitektúrsagnfræðingur.
 
Hann er nýráðinn lektor við Listaháskóla Íslands og doktorsnemi við arkitektúrdeild Columbiaháskóla í New York, (GSAPP), þar sem hann er á lokastigi við ritun ritgerðar sem ber heitið "The Architectures of the Marshall Plan in Europe, 1948-1952. Í ritgerðinni skoðar Óskar hvernig Bandaríkin stjórnuðu "Vestur-Evrópu" í gegnum hið byggða umhverfi á árunum eftir seinni heimstyrjöldina, með greiningu á dæmum í Vestur-Þýskalandi, Frakklandi og Grikklandi.  Meðal viðfangsefna Óskars eru arkitektúr alþjóðlegra stofnana, arkitektúr þróunar (e. development) og samband arkitektúrs og umhverfis. Í vinnu sinni leggur Óskar áherslu á þróunaráform Bandaríkanna í hinum ýmsu myndum, heimssvæðum og heimsvaldaformum, frá þrælastríði til okkar daga.
Deild á starfsmannasíðu: