Fornafn: 
Þorbjörg Jónsdóttir

 

Þorbjörg Jónsdóttir er menntuð í myndlist og tilraunakenndri kvikmyndagerð. Eftir að hafa einbeitt sér að video sem miðli í BA námi sínu í LHÍ fór hún í framhaldsnám í California Institute of the Arts, þaðan sem hún útskifaðist með MFA gráðu í tilraunakenndri kvikmyndagerð árið 2009.  Hún vinnur mest með kvikmynda-og vídjómiðilinn, auk ljósmynda og innsetningaverka. Verk hennar eru bæði í formi kvikmyndaverka með upphaf og endi, og vídjóinnsetninga sem sýndar eru sem lúppa í gallerí umhverfi.

Viðfangsefni hennar liggja í etnógrafíu, landslagi og abstrakt formalisma í kvikmyndun, þar sem aðrar víddir og yfirnáttúruleg svið eru könnuð. Munnlegar hefðir, sagnaminni og samfélag manna eru einnig sterkur þráður í verkum hennar. 

Verk Þorbjargar hafa verið sýnd víða á kvikmyndahátíðum og í galleríum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum, meðal annars á CPH:DOX, IMAGES Film Festival, FOGO Island, Message2Man, JEONJU International Film Festival, FID Marseille og á LACMA safninu. 

www.thorbjorgjonsdottir.com

Deild á starfsmannasíðu: