Fornafn: 
Arna Sigríður
Eftirnafn: 
Mathiesen
Arna Mathiesen er alhliða arkitekt með langa reynslu af hönnun hins byggða umhverfis. Hún hefur unnið með byggingar af ólíkri stærðargráðu, borgarskipulag, húsgögn og hugmyndafræðilegar innsetningar, og endurtekið komið að öllu hönnunarferlinu frá A-Ö. Arna hefur tekið þátt í fjölda sýninga og tugum arkitekta- og skipulagssamkeppna.
 
Arna hefur setið í dómnefndum samkeppna og hefur haldið fyrirlestra víðsvegar, sinnt tímakennslu og verið prófdómarari við arkitektaskólann í Osló (AHO) og verið umsjónarkennari fyrir hönnunnarnámskeið hjá skipulagsdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur stundað rannsóknir fyrir AHO og átti hugmyndina að bókinni ‘Scarcity in Excess – The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland’ sem kom út hjá alþjóðlega forlaginu Actar 2014.
 
Arna hlaut meistaragráðu í arkitektúr frá Princeton háskóla í BNA árið 1996, eftir árslangt nám í heimspeki við Háskóla Íslands, BA-gráðu í arkitektúr frá Kingston háskóla í London og árslangt nám í arkitektúr við AHO. Eftir að hafa starfað hjá arkitektastofum í Reykjavík og Osló í nokkur ár stofnaði hún arkitektastofuna Apríl Arkitekta með stöllu sinni Kjersti Hembre. Sigur í Europan7 kom Apríl á flug árið 2003. Stofan hefur síðan haft farsælan feril og hefur nú með höndum verkefni bæði á Íslandi og í Noregi.
Deild á starfsmannasíðu: