Fornafn: 
Sveinbjörg
Eftirnafn: 
Þórhallsdóttir

 

Undanfarin ár hef ég í minni listsköpun lagt ríka áherslu á að vinna í samstarfi við framsækna listamenn úr mismunandi greinum í sköpun á nýju sviðslistaverki.  Ég hef lagt mikla áherslu á ferlið sjálft og rannskóknarvinnuna sem liggur þar að baki.  Slík aðferð er lýðræðisleg en getur um leið verið áhættusöm sem mér finnst vera áhugaverð leið fyrir mig til að halda áfram að þróast áfram sem listamaður.  Mér finnst sköpunarkrafturinn margfaldast þegar breiður hópur listamanna kemur saman og deilir og miðlar sínum skoðunum og aðferðum til allra í hópnum.  Útkoman eftir slíkt ferðalag getur að sjálfsögðu verið misjöfn eins og gengur og gerist en engu að síður spennandi og óútreiknanleg.  Rannsóknarverkefni mitt í meistaranámi mínu í kóreografíu fjallaði einmitt um hvort sköpunarkrafturinn margfaldist eður ei þegar ólíkir listamann koma saman að sköpun sviðslistaverks.  “Can Creativity Multiply within a Collective or Devised Theatre? “.

Ég legg sérstaka áherslu í allri minni kennslu á að auðga sköpunarkraft nemenda og láta þá taka ábyrgð á sinni eigin tækni og listsköpun.  Ég leiðbeini mikið í gegnum spunavinnu með það að markmiði að opna fyrir sköpunarkraftinn og losa um hömlur, sem og að leita að hinu óvænta í hreyfingu.  Einnig nota ég spunaaðferðir og samsetningaraðferðir í allri skapandi vinnu þar sem lýðræðið er í fyrirrúmi og allar hugmyndir teknar til skoðunar.  Að auki kenni ég nútímatækni þar sem áhersla er lögð á hreinar en dínamískar hreyfingar í gegnum flæði og rythma í tengingu við rýmið.

panicproductions.is

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: