Fornafn: 
Saga
Eftirnafn: 
Sigurðardóttir

 

Saga Sigurðardóttir hefur starfað sem dansari og sviðshöfundur frá árinu 2006. Eftir stúdentspróf og diplómu af Nútímadansbraut Listdansskóla Íslands lauk Saga BA-gráðu í samtímadansi og kóreógrafíu frá ArtEZ listaháskólanum í Hollandi, og síðar MFA gráðu í Sviðslistum frá Listaháskóla Íslands 2017. Í millitíðinni lauk Saga einnig BA-gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands.

Auk þess að leiða fjölmörg verkefni sem höfundur hefur Saga ruglað reitum við ótal listamenn þvers og kruss um listfögin og starfað sem meðhöfundur og flytjandi í fjölda verka með framsæknum sviðslista- og gjörningahópum. Saga starfaði um tíma náið með listakonunni Margréti Bjarnadóttur og sviðslistahópnum Mér og vinum mínum, var meðlimur í Leikhúsi listamanna 2011-2014 og kom reglulega fram með kompaníi svissnesku danslistakonunnar Alexöndru Bachzetsis á árunum 2008-2014. Saga hefur einnig unnið sem höfundur með Íslenska dansflokknum (2015 & 2019) og starfar annars um þessar mundir með sviðslistahópunum Marble Crowd og 16 elskendum, og með performans-sveitinni The Post Performance Blues Band.

Frá árinu 2011 hefur Saga reglulega kennt við Sviðslista-og Tónlistardeildir LHÍ, og hefur einnig verið reglulegur gestakennari við LungA-lýðháskólann á Seyðisfirði. Þá sat hún í stjórnum Reykjavik Dance Festival og Samtaka um danshús frá 2010-2018.

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: