Fornafn: 
Anna María Bogadóttir
 
Anna María er arkitekt, sýningarstjóri og menningarfrumkvöðull. Hún starfaði við menningar- og sýningastjórn í tæpan áratug áður en hún hélt til New York þar sem hún lauk meistaraprófi í arkitektúr frá Columbia University árið 2009. Hún hefur starfað á arkitekta- og borgarhönnunarstofum í New York, Miami og Reykjavík og fengist við hönnun, ráðgjöf, rannsóknir og miðlun á sviði manngerðs umhverfis. Anna María hefur starfað sem stundakennari við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands um árabil.
Deild á starfsmannasíðu: