Fornafn: 
Bryndís Björgvinsdóttir
 
Bryndís er rithöfundur, sagnfræðingur og þjóðfræðingur. Rannsóknir, kennsla og skrif Bryndísar fjalla um þjóðfræði, menningarfræði, heimspeki, bókmenntir og fræði- og skáldskaparskrif. Árið 2014 gaf hún út unglingabókina Hafnfirðingabrandarann en fyrir hana hlaut hún bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Hún hefur einnig ritstýrt bók hönnuðarins Gísla B. Björnssonar, Merki og tákn. Verk Bryndísar á sviði þjóðfræði og skáldskapar hafa verið birt víða um heim. Hún hefur einnig gegnt hlutverki dómara og spurningahöfundar í Gettu Betur.
 
Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: