Fornafn: 
Hafdís Harðardóttir
 
Deildarfulltrúi hefur umsjón með nemendaskrám deildarinnar, vinnur við úrlausnir ýmissa verkefna og sinnir almennum ritarastörfum. 
 
Helstu verkefni deildarfulltrúa eru umsjón með nemendabókhaldi deildarinnar og reglulegri uppfærslu á því, skráningu stundaskrár í innra net skólans, að veita upplýsingar til nemenda um námskeið og halda utan um skráningu nemenda í og úr námskeiðum, skráningu einkunna, skráningu á allri kennslu í deildinni og miðla upplýsingum í fjárhagsbókhald skólans.  Einnig geta nemendur leitað til deildarfulltrúa til að fá upplýsingar um einingastöðu, úrræði v. fjarveru og endurupptöku á verkefnum.
 
Deildarfulltrúi hefur umsjón með inntökuferli deildarinnar, móttöku og skráningu umsókna og sinnir upplýsingagjöf og afhendingu gagna til stunda- og gestakennara auk umsýslu og aðstoð við erlenda gestakennara og erlenda skiptinema.
 

Deild á starfsmannasíðu: