Fornafn: 
Ásgeir Helgi Magnússon

Ásgeir stundaði nám við Balettakademien í Stokkhólmi og við Listaháskóla Íslands þar sem hann lauk B.A. gráðu í samtímadansi. Hann starfaði um tíma í Hollandi en gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn árið 2010. Einnig hefur hann dansað í uppfærslum Anton Lachky Company, Shalala, Peeping Tom, Siggu Soffíu og Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur/Milkywhale.

Sem danshöfundur þrífst hann best í samtali við aðra listamenn og hafa nokkur dansverk litið dagsins ljós eftir slík samtöl. Haustið 2019 mun Ásgeir vinna að nýju verki ásamt danslistamanninum Cameron Corbett.

Ásgeir hefur verið stundakennari við sviðslistadeild LHÍ frá 2013 en hóf störf sem aðjúnkt í byrjun árs 2019.

 
 
Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: