Fornafn: 
Stefán Jónsson

 

Stefán Jónsson var ráðinn prófessor við leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands 2010. Hann hafði áður gegnt starfi fagstjóra við leikarabraut deildarinnar frá 2008 og verið stundakennari frá 2000. Stefán hefur aðallega kennt leiktækni byggða á aðferðum Konstantin Stanislavski, ásamt því að hafa umsjón með einstaklings og útskriftarverkefnum. Stefán leggur áherslu á, að nemendur nýti sér námið til aukins þroska, jafnt í lífi sem list. Þeir sýni ábyrgð, temji sér fagmennsku í vinnubrögðum, taki gagnrýna afstöðu og hleypi heimdraganum í öllu tilliti.

 

Stefán útskrifaðist sem leikari frá Guildhall School Of Music And Drama í London, 1989. Hann var lengst af fastráðinn við Þjóðleikhúsið eða til ársins 2002. Stefán hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hann hóf að leikstýra 1997 og hefur sem listamaður mestmegnis fengist við það síðan, aðallega hjá Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi. Flest viðfangsefni hans hafa verið ný íslensk verk, þótt hann hafi einnig tekist á við erlenda klassík og nútímaverk. Stefán sækir í verk sem hafa skírskotun í samfélag og heim líðandi stundar, velta upp spurningum um gildismat, með gagnrýnum hætti.

Stefán hefur látið sig félagsmál varða, setið í stjórnum félags íslenskra leikara og félags leikstjóra á Íslandi. Hann sat jafnframt í fagráði Prologus, leikritunarsjóðs Þjóðleikhússins og situr nú í listráði Þjóðleikhússins.

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: