Fornafn: 
Sigrún Alba Sigurðardóttir
 
Sigrún Alba er með cand.mag. próf í menningarfræði og menningarmiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla en hefur einnig lagt stund á sagnfræði og bókmenntafræði. Auk þess að starfa sinan við Listaháskólans starfar Sigrún Alba sem sýningastjóri og textahöfundur. Hún hefur skrifað bækur og fræðigreinar á íslensku, ensku og dönsku um ljósmyndun, myndlist, menningarfræði og söguspeki. Undanfarið hefur hún unnið að bókum um bæði ljósmyndun og arkitektúr með ýmsum listamönnum og hönnuðum. Sigrún Alba starfar einnig sem sýningarstjóri með áherslu á sýningar á samtímaljósmyndun og menningarsögu og hefur m.a. sett upp sýningar á Ljósmyndasafni Reykavíkur, Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Árnesinga. 
 
Deild á starfsmannasíðu: