Fornafn: 
Sigrún Alba Sigurðardóttir
Sigrún Alba hefur kennt menningarfræði, borgarfræði og aðrar fræðigreinar við hönnunar- og arkitektúrdeild frá árinu 2005, auk þess að leiðbeina nemendum í hönnunargreiningu og við ritgerðarskrif. Sigrún Alba var lengi fagstjóri fræðigreina í hönnunar- og arkitektúrdeild og um tíma einnig fagstjóri fræðigreina í myndlistardeild. Hún er nú forseti hönnunar- og arkitektúrdeildar.
Sigrún Alba er með er með cand.mag. próf í menningarfræði og menningarmiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla en hefur einnig lagt stund á sagnfræði og bókmenntafræði. Hún hefur gefið út fjölda fræðigreina og bóka, og má þar m.a. nefna bækurnar, Snert á arkitektúr (2017), Afturgöngur og afskipti af sannleikanum (2009) og Endurkast. Íslensk samtímaljósmyndun (2006).
 
Í rannóknum sínum hefur Sigrún Alba lagt áherslu á að tengja saman ólíkar fræðigreinar, s.s. heimspeki, listfræði og menningarfræði, og vinna úr hefðbundum fræðitextum á skapandi hátt og þá gjarnan í samstarfi við listamenn og hönnuði. Sigrún Alba vinnur nú að bók um ljóðrænt raunsæi í norrænum ljósmyndum í samhengi nýrra viðhorfa til umhverfismála og sambands manns og náttúru.
Sigrún Alba hefur einnig unnið að sýningargerð og textaskrifum í samstarfi við ljósmyndara, hönnuði og myndlistarmenn og starfað sem sýningarstjóri og sett upp sýningar, m.a. í Listasafni Íslands, Þjóðminjasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Árið 2018 var Sigrún Alba sýningarstjóri sýningarinnar Lífsblómið. Fullveldi Íslands í 100 ár í Listasafni Íslands.
 
 
 
 
 
Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: