Fornafn: 
Ásgerður Gunnarsdóttir
 
Ásgerður er lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild. Ásgerður starfar einnig sem dramatúrg, er einn tveggja listrænna stjórnenda Reykjavík Dance Festival og The Festival og var meðstofnandi og stjórnandi sviðlistahátíðarinnar artFart. Af akademískum störfum Ásgerðar má nefna að hún hefur kennt sviðslistafræði við Listaháskólann frá árinu 2013 og verið aðjúnkt og fagstjóri fræða við sviðslistadeild skólans frá hausti 2015. Auk kennslunnar hefur Ásgerður sem fagstjóri komið að stefnumótun og uppbyggingu náms við sviðslistadeild.
 
Ásgerður hefur lokið meistaragráðu í dans- og leikhúsfræði frá Háskólanum í Utrecht, meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands, BA gráðu í fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og diplómanámi í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands.
 
Staða: 
Sérsvið: 
Deild á starfsmannasíðu: