Fornafn: 
Jóhann Lúðvík Torfason

 

Jóhann er forstöðumaður verkstæða LHÍ sem rekin eru sameiginlega af myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild. Hann er sérstakur umsjónarmaður prentverkstæðis, þar sem áhersla er lögð á fjölfeldi, bókagerð og frágang verka. Jóhann hefur starfað við Listaháskólann frá árinu 2006. Ásamt verkstæðisumsjón hefur Jóhann kennt á fjölmörgum námskeiðum sem lúta að handprentuðum miðlum, myndverkum, veggspjöldum og bókverkum ásamt myndasögutengdu efni.

Jóhann er myndlistarmaður með sérhæfingu í grafík. Hann hefur verið virkur á sviði myndlistar með einkasýningum, þátttöku í samsýningum og gjörningum ásamt félagsstörfum fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna. Hann er einnig í ritstjórn myndasögublaðsins Gisp og gefur út verk á þess vegum. Verk Jóhanns spretta af vettvangi mannlegrar tilveru, samfélagsleg með pólitískri ádeilu og sett fram í nafni fyrirtækisins Pabbakné sem stofnað var árið 2005 og er einskonar annað sjálf listamannsins. Sjá nánar á www.pabbakne.is

Deild: 
Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: