Fornafn: 
Hekla Dögg Jónsdóttir

 

Hekla lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, sótti nám við Listaháskólann í Kiel og við Staatliche Hochschule fur Bildende Kunste í Frankfurt am Main, var styrkt til að nema við Skowhegan málara- og myndhöggvaraskólann í Maine. Hún lauk bæði BA og MFA prófi í myndlist frá California Institute of the Arts, CalArts, í Los Angeles. Hekla hefur verið mjög virk í list sinni og starfað jafnt innanlands sem utan, í Evrópu og í Bandaríkjunum, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í enn fleiri samsýningum. Hún hefur auk þess víðtæka reynslu af uppsetningu og stjórnun sýninga, aðallega í tengslum við Kling&Bang sem hún tók þátt í að stofna og reka. Tími er grundvallandi eiginleiki í verkum hennar sem hún miðlar með fjölbreyttum og oft óvæntum hætti. Hún vinnur gjarnan með einhverja virkni í verkum sínum og eru knúin áfram af áhuganum á augnabliki ummyndunar og efnahvarfa. Hún hefur áhuga á því óræða millirými sem verður til við yfirfærslu, til dæmis þegar hún notar aðgengilega nytjahluti og framandgerir þá með því að færa þá yfir í annað samhengi. Virkni og efniseiginleiki skarast á við töfra og andlega þætti. Hekla bæði fangar og býr til aðstæður fyrir þessar heillandi ummyndanir sem listin gefur svo frjálst og opið rými. Hekla hlaut rannsóknarleyfir á haustmisseri 2017 þar sem hún vann m.a. að síðustu einkasýningu sinni Evolvement í Kling & Bang í Reykjavík og útkomu bókar með yfirliti myndlistarferils síns fram til þessa.

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: