Fornafn: 
Þorbjörg Daphne Hall

Þorbjörg Daphne Hall er fagstjóri fræða og dósent í tónlistarfræðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur starfað frá 2010. Hún stundar doktorsnám við Háskólann í Liverpool undir leiðsögn próf. Sara Cohen. Viðfangsefni hennar snýr að hugmyndum um íslenskan hljóðheim í dægurtónlist 21. aldar þar sem sjálfsmynd þjóðar, ímyndir, landslag og náttúra skipa lykilhlutverk. Hún vinnur jafnframt að stóru rannsóknarverkefni um íslenska jazztónlist (1930-2010) með Ásbjörgu Jónsdóttur. Niðurstöður þeirrar rannsóknar munu meðal annars birtast í The Oxford History of European Jazz (bindi II-V) sem mun koma út 2019-2022 hjá Oxford University Press.

Þorbjörg er ritstjóri bókarinnar Sounds Icelandic sem kom út hjá Equinox Publishing 2018 ásamt Nicola Dibben, Árna Heimi Ingólfssyni og Tony Michell. Hún er r jafnframt ritstjóri bókarinnar Tónlistarkennsla á 21. öld ásamt Kristínu Valsdóttur og Ingimari Ólafssyni Waage sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 2018. Þorbjörg hefur gefið út greinar og haldið fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum um íslenska tónlist, tónlist og þjóðerniskennd, kvikmyndina Heima eftir Sigur Rós og um tónlist í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Hún hefur verið ritstjóri Þráða, tímarits tónlistardeildar LHÍ frá 2016.

 

Deild á starfsmannasíðu: