Fornafn: 
Massimo Santanicchia, PhD
 
Massimo Santanicchia er arkitekt, prófessor og forstöðumaður meistaranáms í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Massimo hefur áunnið sér víðtækan skilning á arkitektúr sem er afleiðing fjölmenningarlegrar og þverfaglegrar reynslu hans í námi, kennslu, rannsóknum og sem starfandi arkitekt og hönnuður, einnig með því að vinna með mismunandi háskólum, fyrirtækjum og fólki víða um heim.
 
Verk Massimo beinist að pólitík arkitektamenntunar með því að varpa fram spurningunum: hver er pólitíkin í hönnun þinni? og hver er hönnunin í pólitík þinni? Í rannsóknum sínum notar Massimo bókmenntir um réttlæti, ríkisborgararétt, femínisma, pósthúmanisma og heimsborgarastefnu til að endurskoða arkitektamenntun og framkvæmd hennar í íslensku samhengi og víðar. 
 
Massimo er með þrjár meistaragráður. MAarc frá IUAV Istituto Universitario di Architettura di Venezia; MA í húsnæðismálum og þéttbýli frá AA Architectural Association, School of Architecture í London; og MSc í svæðisbundnum borgarskipulagsfræðum frá LSE London School of Economics and Political Science.
 
 
 
 

 

Sérsvið: 
Deild á starfsmannasíðu: