Fornafn: 
Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson

Hróðmar I. Sigurbjörnsson lauk prófi í tónsmíðum frá Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1984 þar sem tónsmíðakennarar hans voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli H. Sveinsson. Hann stundaði framhaldsnám í tónsmíðum hjá hollenska tónskáldinu Joep Straesser við Konservatoríið í Utrecht í Hollandi þaðan sem hann lauk prófi 1988.

Frá haustinu 1988 hefur hann unnið sem tónskáld auk kennslu í tónsmíðum og tónfræðum m.a. við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Listaháskóla Íslands frá haustinu 2003. Hann gegnir nú stöðu dósents og fagstjóra í í tónsmíðum og tónfræðum við tónlistardeild LHÍ.

Hróðmar hefur samið verk fyrir einleikshljóðfæri, ýmsar kammersamsetningar, kóra, hljómsveitarverk, konserta og óperu auk tónlistar fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir.

 

Deild á starfsmannasíðu: